Frimann flugkappi
föstudagur, maí 07, 2004
   þriðjudagur, maí 04, 2004
 
Jæja gott fólk, þá hef ég yfirgefið þetta svæði og er komin hingað!
Endilega breytið ef þið eruð með link á mig, takk fyrir. *Knús*
laugardagur, maí 01, 2004
 
Gleði gleði!

Loksins loksins er B.sc-ritgerðin tilbúin!
Eigum bara eftir að prenta hana út og svo á að skila fyrir kl.16 á mánudag.
jíha...held ég ætli að fagna með því að skreppa í bíó í kvöld. Hvað segiði um Kill Bill 2? Góð?

miðvikudagur, apríl 28, 2004
 
Ohh hvað maður er ekki í bloggstuði þessa dagana. Verð nú að viðurkenna það að það er margt annað sem á hug minn um þessar mundir, skóli, vinna og bumba. En fjörkálfurinn mun þó alltaf láta heyra í sér reglulega. ;)

laugardagur, apríl 24, 2004
 
Gummi Jónasarbróðir á 22.ára afmæli í dag.
Kíkið svo endilega á nýja síðu Fjörkálfsins mikla!


fimmtudagur, apríl 22, 2004
 
I am going crazy........búin að sitja á rassgatinu síðan kl.10 í morgun og læra.(kl.er núna 18.30) Horfi reglulega út um gluggann á góða veðrið og læt mig dreyma, en þetta er að verða búið. Síðustu dagar hafa verið ritgerðarvinna 24-7. Eins og örugglega hjá flestum í bekknum...úffff.

laugardagur, apríl 17, 2004
 
Veit að ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið en svona er þetta vísst þegar maður er að útskrifast og skrifa lokaritgerð. Er líka byrjuð að kenna meðgönguleikfimi í vatni tvisvar í viku og er enn að kenna átaksnámskeiðið. Þannig að mín er barasta að kenna 5x í viku, fínt að fá borgað fyrir að hreyfa sig. ;) Finnst ykkur ekki?

Svo má ekki gleyma því a hún Bogga á afmæli í dag. Hún er 24 ára gellan. Til hamingju með það!Powered by Blogger